fbpx
Föstudagur 10.júlí 2020
Eyjan

Helga Björg sögð koma fram við undirmann eins og „dýr í hringleikahúsi“ – Starfar enn hjá Reykjavíkurborg – „Einörð og fylgin sér“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg þarf að greiða starfsmanni sínum skaðabætur vegna framkomu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, í garð stefnanda, en Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Helga hafi sýnt af sér slæma framkomu í garð undirmanns síns. Helga, sem er fyrrum fulltrúi Vinstri grænna í leikskólaráði, starfar enn hjá Reykjavíkurborg samkvæmt heimildum Eyjunnar.

Þá var áminning sem Helga Björg veitti starfsmanninum einnig felld niður. Er Reykjavíkurborg gert að greiða stefnanda alls 1,5 milljónir í skaðabætur og  málskostnað. Um málið er fjallað á vef Morgunblaðsins.

Í niðurstöðu dómsins eru stjórnunarhættir Helgu Bjargar gagnrýndir harðlega og sá dómari í málinu ástæðu til þess að minna Helgu á, að undirmenn hennar væru ekki „dýr í hringleikahúsi yfirmanna“.

Framkoma Helgu Bjargar er sögð „lítilsvirðing“ við starfsmann sinn, sem sé töluvert eldri en Helga Björg og hafi yfir 35 ára reynslu af fjármálatengdum störfum. Stefnandi hefur gegnt stöðu fjármálastjóra ráðhússins í 10 ár, sem er tvöfalt lengur en Helga Björg, sem ráðin var árið 2012.

Í dómnum kemur einnig fram að á tíma­bil­inu frá októ­ber 2016 og fram á sumar 2017 fór fram sátta­með­ferð milli þeirra tveggja. Þau hittu sál­fræð­ing á sátta­fundum, bæði hvort í sínu lagi og saman. Í des­em­ber 2016 var gert hlé á við­tals­tímum og ákveðið að hittast á ný á vor­dögum til eftir­fylgni.

Helga Björg veitti stefnanda áminningu í starfi vegna tveggja tilvika er vörðuðu upplýsingaveitingu á styrkjum annarsvegar og vinnslu launaáætlunar hinsvegar. Þeim ávirðingum var hafnað af dómara málsins, sem dæmdi þær ólögmætar og til þess fallnar að skaða æru stefnenda.

Morgunblaðið kveðst hafa heimildir fyrir því að borgarritari og borgarstjóri hafi vitað um málið og að lögfræðingur stefnenda hafi hvatt þá til þess að ná sáttum utan dómstóla. Það hafi þó ekki verið gert, þó svo ljóst þætti að að fullyrðingar Helgu Bjargar væru tilhæfulausar.

Áfrýjunarfrestur í málinu er liðinn og málinu var því ekki áfrýjað. Í tilkynningu Reykjavíkurborgar um ráðningu Helgu Bjargar frá 2012 segir um Helgu að hún sé: „kraft­mik­il, einörð og fylg­in sér“ og fái fólk „auðveld­lega til liðs við sig.“

Uppfært-

Í fyrirsögn stóð  fyrst að Helga Björg hefði verið „dæmd“ fyrir framkomu sína. Það er ónákvæmt, þar sem Reykjavíkurborg var dæmd fyrir framkomu Helgu, en Helga er starfsmaður Reykjavíkurborgar.

Þá var sagt að Helga væri fyrrum borgarfulltrúi VG, hið rétta er að hún er fyrrum fulltrúi VG í ráði á vegum borgarinnar.

Er Helga beðin afsökunar á þessu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti