fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn renna saman í stærstu bæjunum utan Reykjavíkur – Viðreisn og Miðflokkur úti

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. júní 2018 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur renna saman í tveimur af stærstu bæjarfélögum landsins, í Kópavogi og Hafnarfirði. Á báðum stöðum er skipt út Bjartri framtíð – eða leifunum af þeim flokki. En í Hafnarfirði hefði í raun getað haldist óbreyttur meirihluti, því Guðlaug Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi BF komst aftur inn, nú undir merkjum Bæjarlistans. Með Framsókn nær Sjálfstæðisflokkurinn sínum pólitíska bæjarstjóra, Rósu Guðbjartsdóttur í staðinn fyrir hinn utanaðkomandi Harald Líndal Haraldsson. Meirihlutamyndunin í Hafnarfirði tók mjög skamman tíma, var lokið þegar nýbúið var að telja upp úr kössunum.

Hið sama hefði getað verið uppi á teningnum í Kópavogi. Þar fékk sameiginlegur listi BF og Viðreisnar tvo bæjarfulltrúa – og Sjálfstæðisflokkurinn hefði getað haldið áfram að vinna með Theodóru S. Þorsteinsdóttur. Það vildi Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, enda þykir hafa gengið afar vel í bæjarmálunum í Kópavogi undanfarin ár.

En þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins settu Ármanni stólinn fyrir dyrnar og nú er útlit fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn vinni með Framsókn í Kópavogi. Samkvæmt RÚV eru meirihlutaviðræður að hefjast í dag.

Það er jafnvel talað um að horfa þurfi norður í Fjallabyggð eftir einni skýringunni. Þar situr Gunnar I. Birgisson og er bæjarstjóri. Hann hugsar Ármanni þegjandi þörfina síðan hann varð að hverfa úr bæjarstjórninni í Kópavogi um árið. Hermt er að Gunnar hafi þarna aftur farið að beita kröftum sínum í Kópavogi.

Fyrir vikið getur raunin orðið sú að Siglfirðingurinn Birkir J. Jónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra, taki við sæti formanns bæjarráðs af Theodóru.

Það er svo athyglisvert að Miðflokknum, sem vann góða sigra í kosningunum, er ekki boðið til meirihlutasamstarfs. Og hvað varðar Viðreisn, þá er ljóst að tækifæri til samstarfs milli Sjálfstæðisflokksins og þeirrar stjórnmálahreyfingar hafa ekki verið nýtt. Viðreisn er á leiðinni í samstarf með vinstri flokkum í Reykjavík – svo leiðin milli Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er frekar að lengjast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við