fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Eyjan

Atvinna kvenna eykur hagvöxt

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 10:42

Frá Alþjóðlegum baráttudegi kvenna Mynd-bhm.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef konur ynnu eins mikið úti og karlar gæti hagvöxtur á Norðurlöndum aukist um 15-30%, segir í nýrri skýrslu frá OECD og Norrænu ráðherranefndinni. Á undanförnum áratugum hefur aukin atvinnuþátttaka kvenna hækkað hagvaxtartölur að meðaltali um 10-20% á ári, segir í skýrslunni.

Útbreidd dagvistun barna, launað fæðingarorlof fyrir báða foreldra, sveigjanlegur vinnutími og hlutastörf hafa leitt til þess að næstum jafn margar konur og karlar á Norðurlöndum vinna úti. Í þessum löndum er kynjabilið minnst innan OECD.

Í nýrri skýrslu sem OECD vann að beiðni Norrænu ráðherranefndarinnar var kannað hvernig umrædd stefna hefur haft áhrif á hagvöxt og ávinning sem fælist í því að löndin jöfnuðu hlut kynjanna enn frekar.

Niðurstaðan er sú að Norðurlönd væru tuttugu árum skemur á veg komin efnahagslega ef umbætur í jafnréttismálum hefðu ekki fengið konurnar út á vinnumarkaðinn. Nú felast tækifærin í því að konur vinnu full störf í stað hlutastarfa.

Gífurleg aukning á 40 til 50 árum

Í skýrslunni kemur fram að atvinnuþátttaka kvenna í Svíþjóð jókst úr 53% í 81% á árunum 1965 til 1990. Þá lækkaði talan aftur en án þessarar þróunar væri hagvöxtur Svíþjóðar 12–13% lægri en hann er í dag. Sami þjóðhagslegi ávinningur á við um Danmörku. Árið 2016 unnu að meðaltali 72% af norrænum konum úti en sambærileg meðaltala fyrir öll OECD-ríkin var 59%.

Enn er ýmislegt óunnið á Norðurlöndum og að sögn OECD er enn meiri hagvöxtur í boði.

Tækifærin mikil

Takist að brúa bilið á milli kynjanna fyrir árið 2040 hvað varðar atvinnuþátttöku og fjölda vinnustunda myndu vergar þjóðartekjur á íbúa aukast um 15–30% á ári, skv. skýrslunni.

Hagur finnsks almennings myndi vænkast um 3.300 evrur að meðaltali á íbúa, í Svíþjóð um 37.500 sænskar krónur en á Íslandi myndu vergar þjóðartekjur hækka um 584.300 íslenskur krónur á íbúa.

Stærst eru sóknarfærin í Danmörku þar sem vergar þjóðartekjur á íbúa myndu hækka um 38.500 danskar krónur og í Noregi þar sem þær myndu hækka um 66.400 norskar krónur á íbúa.

 

Taflan að neðan sýnir hugsanlegan vöxt  í prósentum :

 

New OECD Report on Gender Equality Gains in Nordic Countries launches Monday 14 May 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“

Þungar ásakanir á Vegagerðina eftir ógilta samkeppni um brú yfir Fossvog – „Endanleg staðfesting á því hversu rotið þetta er“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum

Óli Björn mun ekki greiða atkvæði með skattahækkunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar

Staðan á vinstri vængnum: Vænlegir nýliðar og beðið eftir ákvörðun Rósu Bjarkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn

Yngstu þingmenn 21. aldarinnar á Íslandi – Tvö jafn gömul upp á dag þegar þau urðu þingmenn