Þriðjudagur 19.nóvember 2019
Eyjan

Gísli í Gamma hætti vegna misheppnaðrar útrásar

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Hauksson. Mynd-GAMMA

Gísli Hauksson, annar stofnandi, fyrrum forstjóri og stjórnarformaður sjóðsstýringarfyrirtækisins GAMMA, hætti hjá fyrirtækinu í byrjun mars. Ku það hafa komið til vegna kostnaðarsamrar útrásar fyrirtækisins til Sviss, Bandaríkjanna og Bretlands, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Gísli er sagður maðurinn á bak við hina umfangsmiklu útrás. Hún hafi hinsvegar ekki gengið sem skyldi, til að mynda hafi verið hætt við opnun skrifstofu í Sviss, eftir að tilkynnt hafði verið að Helgi Bergs, fyrrum starfsmaður kaupþings, skyldi fara fyrir starfsemi GAMMA í Sviss.

Núverandi forstjóri GAMMA og annar stofnandi fyrirtækisins, Valdimar Ármann, segir við Stundina að ekki sé stefnt á að opna skrifstofur í öðrum löndum:

„Það var fyrirhugað að opna í Sviss en ákveðið að fara ekki lengra með það – eins og staðan er núna er ekki stefnt á opnun í öðrum löndum heldur er stefnan að byggja á skrifstofum okkar í London og New York.“

Valdimar vildi þó ekki svara því hvers vegna Gísli hætti hjá fyrirtækinu. Hann vildi heldur ekki svara því hvort stjórnendur fyrirtækisins væru ánægðir með útrás GAMMA. Viðskiptablaðið hafði þó eftir Valdimari á dögunum að það væri kostnaðarsamt að reka skrifstofu erlendis, það væri alveg ljóst.

Gísli hefur verið búsettur erlendis frá 2015. Í tilkynningu GAMMA vegna starfsloka Gísla er haft eftir honum að hann muni nú einbeita sér að öðrum verkefnum:

„Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja.“

GAMMA er tíu ára gamalt sjóðsstýringarfyrirtæki og eru umsvif þess í gegnum fjölda fjárfesta, sjóði og stofnanir um 137 milljarðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Síldarvinnslan segir orðin slitin úr samhengi – „Villandi og rangur fréttaflutningur“

Síldarvinnslan segir orðin slitin úr samhengi – „Villandi og rangur fréttaflutningur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Már neitar fyrir að hafa greitt mútur

Þorsteinn Már neitar fyrir að hafa greitt mútur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Bragi minnir á að Samherjamenn eiga börn

Gunnar Bragi minnir á að Samherjamenn eiga börn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveig Anna hjólar í Hörð og Þórlind – „Gotta love Fréttablaðið – ég flissaði“

Sólveig Anna hjólar í Hörð og Þórlind – „Gotta love Fréttablaðið – ég flissaði“