fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Samtök iðnaðarins setja ofan í við borgarstjóra: „Það vantar hvorki krana né mannskap“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Hannesson

Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, Sigurður Hannesson, setur ofan í við borgarstjórann Dag B. Eggertsson í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er ummæli borgarstjóra í kvöldfréttum RÚV, hvar hann sagði að skortur á byggingarkrönum og verktökum hamlaði hraðari uppbyggingu íbúða.

„Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni … Það væri hægt að tvö- falda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,“

sagði Dagur í gær.

Sigurður segir þetta af og frá, það sé skortur á lóðum sem hamli hraðari uppbyggingu:

„Í samtölum okkar við verktaka kemur í ljós að þau ummæli borgarstjóra að það vanti krana og mannskap til að byggja meira standast ekki skoðun. Það vantar hvorki krana né mannskap. Það sem er skortur á eru lóðir. Samtök iðnaðarins skora því á borgarstjóra að birta strax lista yfir lóðir hjá borginni sem eru lausar til úthlutunar og uppbygging getur hafist á. Verktakar munu þá ekki láta sitt eftir liggja.“

 

Samkvæmt skýrslu Íbúðarlánasjóðs er þörf á 17,000 íbúðum á næstu tveimur árum, til að mæta uppsöfnuðum skorti og raunþörf á húsnæði. Í gær kom fram hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar, að um 18 mánuði tæki að byggja fokhelt fjölbýlishús á þéttingarreit að meðaltali, en um 19,000 íbúðir eru í startholunum, misjafnlega langt á veg komnar í ferlinu og er talað um metuppbyggingu í sögulegu ljósi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið