fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

„Á meðan fólk skrimtir“ fresta verkalýðsforkólfar að bregðast við í ár þrátt fyrir forsendubrest

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ASÍ og Samtök Atvinnulífsins segir forsendur kjarasamninga brostna. Þetta kom fram á fundi síðdegis í gær. Þrátt fyrir það verður ekkert gert. Niðurstaða samninganefnda var að fresta viðbrögðum við forsendubrest þar til í febrúar 2018. Kjarasamningum verður því ekki sagt upp.

Forystumenn verkalýðsfélaga höfðu undanfarið verið harðorðir í garð stjórnvalda og þá oft nefnt ríflega launahækkun þingmanna. Alþýðusambandið hafði frest þar til í gær til að segja upp 70 prósent samninga fólks á almennum markaði. Forsendubresturinn er fólgin í því að kjarasamningur sveitarfélaga við grunnskólakennara frá því í fyrra og við tónlistarkennara í janúar á þessu ári rúmast ekki innan SALEK samkomulagsins. Þá eru ríflegar og umdeildar launahækkanir til þingmanna einnig nefndar til sögunnar

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tjáði sig við Stöð 2 og sagði að launahækkanir gætu leitt til kjararýrnunar ef samið yrði út fyrir SALEK samkomulagið.

Það er algerlega óásaættlanleg staða. Þá erum við komin í endurtekið efni úr hagsögu Íslands. Óraunhæfar launahækkanir, innstæðulausar launahækkanir, sem leiða til kjararýrnunar allra og þeir tapa mestu sem lægst laun hafa. Ég met stöðuna sem svo að það séu engin móttökuskilyrði í samfélaginu til að endurtaka þessa gömlu plötu úr íslenskri hagsögu.

Töluverðar umræður hafa átt sér stað á samskiptamiðlum um niðurstöðuna. Þingmaður Pírata Smári McCarty gagnrýnir þetta harðlega. Hann segir:

Verkalýðshreyfingin á Íslandi er arfaslök. Það er fáránlegt að hugsa til þess að þau fresti viðbrögðum sínum í heilt ár, meðan fólk skrimtir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við