fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Ósáttur við svar meirihlutans: „Ábyrgðinni er vísað annað eins og í fleiri málum“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. febrúar 2017 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Halldórsson. Mynd/DV

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur er ósáttur við svar meirihlutans í borginni, sem samanstendur af Samfylkingunni, Vinstri grænum, Pírötum og Bjartri framtíð, vegna svars sem flokkurinn fékk í umhverfis- og skipulagsráði síðastliðinn miðvikudag. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram fyrirspurn í desember í fyrra um hvernig meirihlutinn hygðist takast á við vandamál sem er vaxandi í umferðarmálum borgarinnar. Svarið sem fékkst var eitt A4 blað þar sem teknar voru saman allar þær áætlanir sem unnið er eftir, þetta fannst Sjálfstæðismönnum heldur þunnt:

Þetta svar kom mér á óvart og það óþægilega. Mér finnst það lýsa hroka meirihlutans gagnvart upplýsingabeiðni okkar í minnihlutanum,

segir Halldór. Í svarinu er greint frá svæðisskipulagi Reykjavíkur, Samgönguáætlun og aðalskipulagi sem og samkomulag við Vegagerðina um áætluninna um Borgarlínu, þróun hjólreiðasamgangna og almenningssamgangna. Sjálfstæðisflokkurinn segir þetta ekki svara neinu:

Svar meirihlutans svarar engu efnislega um það sem spurt er um. Spurningin er um hvernig meirihlutinn hyggst takast á við vandamál sem er vaxandi í umferðarmálum borgarinnar. Bent er á samkomulag við önnur sveitarfélög, Vegagerð o.s.frv. Ábyrgðinni er vísað annað eins og í fleiri málum hjá meirihlutanum í borgarstjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við