Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, biður erlenda kröfuhafa afsökunar á því að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að gengislán séu ólögleg.
Hann fær auðvitað á sig holskeflu af skömmum fyrir.
Það er áætlað að erlendir kröfuhafar hafi tapað 4-5 þúsund milljörðum króna á íslensku bönkunum.
Það eru þeir sem eru að fá stærsta skellinn vegna hrunsins – og það er allt í lagi að sýna smá skilning vegna þess.