fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Ungir og upplitsdjarfir Tyrkir

Egill Helgason
Mánudaginn 19. júlí 2010 10:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég dvel í vesturhluta Tyrklands.

Það gleður mig hvað ég sé hérna mikið af ungu, fallegu og upplitsdjörfu fólki. Bæði konum og körlum. Þetta fólk er léttklætt og frjálslegt í sólinni.

Það er mjög fágætt hér að sjá konur sem hylja andlit sín eða líkama með blæjum eða kuflum. Einstaka sinnum sér maður konur í afkáralegum baðfötum sem fela allan líkamann og með þartilgerðar hettur. Það verður að segjast eins og er – maður kennir í brjósti um þessar konur. Trú sem fyrirskipar konum að hylja líkama sína en ekki körlum er forneskja – þótt sitthvað gott megi líka finna í henni.

Það er sagt að Tyrkland vegi salt milli austurs og vesturs. Ég geri mér grein fyrir því að ég dvel í vestræna hlutanum; lífið er öðruvísi víða í þessu stóra landi. Hér eru víða moskur, en sú útgáfa af íslamstrú sem hér er stunduð er afar „létt“. Þetta er veraldlegt samfélag, eins og Ataturk lét sig dreyma um. Ef moskurnar eru frátaldar er furðu svipað um að litast hér og í Grikklandi. Og hér virðist vera ágæt velgmegun.

Það er deilt um hvort búrkubannið í Frakklandi eigi rétt á sér. Ég sé að vinur minn séra Baldur Kristjánsson skrifar að fólk eigi að fá að klæðast því sem það vill. Í meginatriðum er ég sammála því. En gæti verið, kannski nokkuð djúpt niðri, að konurnar séu ekki að klæðast því sem þær vilja, heldur því sem karlarnir og karlaveldið krefjast af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin