Ómar Ragnarsson er ein helsta þjóðargersemi Íslands.
Oft hafa Íslendingar verið vitlausir – en þeir voru alveg sérstaklega miklir apakettir þegar þeim bauðst að kjósa Ómar á þing en höfnuðu honum.
Við sjáum líka liðið sem fókið vildi frekar sjá á þingi!
Það er frábært ef hægt er að safna fé til að Ómar geti haldið áfram heimildarmyndagerð sinni.
Í henni hefur hann barist við tvennt: annars vegar áhugaleysi þeirra sem veita peningum í slíka starfsemi – Ómar hefur tekið afstöðu í myndum sínum og það er ekki vel séð – en líka við smæð landsins, því miður virkar hún ansi hamlandi þegar menn hafa stór og djörf áform í kvikmyndagerð.
Tengillinn er hérna.