fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Auðlindirnar eru prófsteinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 18. júlí 2010 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

LÍÚ eru æfir vegna þess að sjávarútvegsráðherra gefur frjálsar veiðar á úthafsrækju, stofni sem þeir hafa ekki nýtt. Þetta staðfestir enn einu sinni að LÍÚ telur sig eiga fiskinn sem syndir í sjónum kringum Ísland. Það er ekkert flóknara en það. Þeir hafa ekki veitt þessa fiskitegund, en vilja samt ráða hvernig henni er ráðstafað.

Það hefur verið sýnt fram á að 70 aðilar „eiga“ 70 prósent fiskveiðikvótans. Þetta er ótrúleg samþjöppun auðs. Um tíma var þetta réttlætt með að allir Íslendingar gætu fengið hlut í auðlindinni gegnum hlutabréfamarkað, en nú er því ekki lengur að heilsa. Hlutabréfalýðræðið var hvort sem er alltaf fals.

Það er prófsteinn á það Ísland sem rís upp úr kreppunni hvernig við ætlum að fara með auðlindir okkar, hvaða arð við ætlum að hafa af þeim, hvernig við deilum honum út og hvernig við nýtum hann.

Þetta snýr ekki einungis að erlendum fyrirtækjum sem sækja í íslenska orku – því hvað sem öðru líður mumum við  þurfa fulltingi og fjármagn erlendra aðila við að nýta orkuna – heldur líka að íslenskum fyrirtækjum, fiskveiðiauðlindinni, einokun og samþjöppun auðsins.

Kannski er heldur ekki svo erfitt að ná samstöðu um þetta – það má minna á eftirfarandi setningu í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins:

„Eign og ráðstöfunarréttur á auðlindum er og verði í höndum þjóðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin