Guardian skýrir frá því að gögn frá Bandaríkjastjórn sýni að júnímánuður 2010 hafi verið sá heitast í veröldinni síðan mælingar hófust. Í fréttinni segir að ekki hafi verið minni ís á Norðurheimskautinu í júní síðan farið var að fylgjast með ísnum úr gervihöttum árið 1979.
Mánuðirnir á undan voru einnig óvenju heitir – svo það stefnir í ár með miklum hlýindum.