fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Alveg nóg

Egill Helgason
Laugardaginn 17. júlí 2010 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar gengu lengi með grillur um að þeir væru betri og merkilegri en aðrar þjóðir. Gerðu til dæmis lítið úr vinaþjóðum á Norðurlöndunum.

Í hruninu 2008 var Íslendingum kippt niður á jörðina. Það kom í ljós að þeir voru uppfullir af ranghugmyndum um sjálfa sig og samfélag sitt. Þeir trúðu því ekki bara að hér væri besta vatn í heimi, besta lambakjötið, bestu tómatarnir og fegurstu konurnar – heldur að hér væru bestu fjármálamennirnir og stjórnmálamenn sem væru á heimsmælikvarða.

Og að á Íslandi væri langbest að lifa – þótt reyndar væri til fólk sem hafði komið til útlanda og vissi að lífsgæðin á mörgum stöðum væru alls ekki síðri, og jafnvel betri.

Nú eru Íslendingar býsna ráðvilltir, þeir vita ekki alveg hvar þeir standa. En það er víst að þeir eru ekki merkilegri en aðrir – heldur einungis þjóð meðal þjóða.

Og það er reyndar alveg nóg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum
Alveg nóg

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin