Bíræfni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og vina hans er ótrúleg.
Menn sem gátu gert flókin viðskipti á ensku þykjast ekki kunna tungumálið lengur þegar þeir þurfa að svara fyrir gerðir sínar.
Jón Ásgeir sagðist fyrir stuttu vera slyppur og snauður, en svo kemur í ljós að hann hefur komið milljörðum undan. Hann dregur þá fram þegar þarf að bjarga lúxusíbúð og skíðaskála.
Svo er hann á sérstökum ráðgjafalaunum hjá 365, fyrirtækinu sem er skráð á Ingibjörgu konu hans.
En vandinn er sá að í hvert sinn sem hann lætur sjá sig nálægt fjölmiðlaveldinu hrapar traust þess enn.