fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Blæjur bannaðar fyrir Bastilludag

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. júlí 2010 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlitsblæjur sem eru notaðar til að hylja konur eru tákn um kvennakúgun. Það er ekkert öðruvísi. Það er sagt að þetta sé trúartákn – en í raun er það ekki síður pólitískt.

Franska þingið samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta 336 atkvæðum gegn einu að banna þessar blæjur. Þingmenn Sósíalistaflokksins sátu hjá.

Málið er vinsælt meðal kjósenda, ekki síst þeirra sem eru til hægri – sumir segja að Sarkozy forseti sé á vinsældaveiðum. Sumir mótmæla á þeim forsendum að það sé verið að magna upp andúð á múslimum; aðrir segja að þarna sé verið að frelsa konur undan skelfilegu oki karlaveldis.

Og það er ekki laust við að það hafi ákveðna merkingu að frumvarpið er samþykkt daginn fyrir þjóðhátíðardag Frakka, Bastilludaginn, sem er á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin