Við fórum á vaxmyndasafn í Pétursborg, í Gostinij Dvor, sem mun vera ein elsta verslunarmiðstöð í heimi, hún var byggð í þeim tilgangi 1785.
Á safninu voru ýmsar þekktar persónur úr sögunni, Stalín, Lenín, Nikulás II keisari, Gorbatsjov og Pútín, en líka feitasti maður í heimi, hæsti maður í heimi og skeggjuð kona.
Svo voru þarna ýmsar nafnkunnar persónur úr skemmtanaiðnaðnum.
Við vorum að skoða ljósmyndir frá ferð okkar í safnið þegar Kári sagði hátt:
„Pabbi, þarna er söngvarinn í Queen á mynd með mér.“