Rússneski njósnahringurinn í úthverfum bandarískra borga hljómar eins og grín. Maður fer að hugsa um Desperate Housewives eða eitthvað slíkt.
Fyrir Rússum er þetta hins vegar dauðans alvara. Það er reyndar spurning hverju þeir töldu sig geta komist að með þessum aðferðum sem eru eins og út úr Kalda stríðinu.
Staðreyndin er hins vegar sú að Rússlandi er að miklu leyti stjórnað af FSB, arftaka Tséka og KGB, og gömlum agentum þaðan. Pútín sjálfur eru gamall KGB maður – það sannast einu sinni enn að það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja.