fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Bensínstöðvablús – Bílaverkstæðið Reykjavík

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. júní 2010 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri olíufélagsins N1 er mjög hreinskilinn maður. Hann segir beint út að það þurfi ekki nema eitt olíufélag á Íslandi, að við höfum hins vegar ákveðið að við viljum hafa samkeppni. Eins og það sé einhvers konar lúxus. N1 þráir reyndar einokunarstöðu á markaðnum og hefur unnið markvisst að því. Forstjórinn hefur mótmælt tillögum um að herða samkeppnislög.

En nú er semsagt staðfest það sem allir hafa svosem vitað, að það eru fáranlega margar bensínstöðvar á Íslandi. Það kemur líka í ljós að þessar stöðvar eru að taka yfir hlutverkið sem sjoppur og hverfisbúðir höfðu áður – eins og það er nú yndislegt. Það getur ekki verið að það sé lögmál að samkeppnin taki á sér þessa mynd, fremur en að verðið sé til dæmis lægra. Er ekki fremur um að ræða landlægan ósið – eða ákveðna tegund af samráði.

Í tilefni af þessu ætla ég að birta grein sem ég skrifaði árið 2007, og svo lesendabréf sem mér barst stuttu eftir að greinin birtist:

— — —

Bensínstöðvablús

Íslendingar eru haldnir einhvers konar bensínstöðva-fetishisma. Hér eru bensínstöðvar út um allt og passað upp á að hafa þær einstaklega áberandi í borgarlandslaginu. Þar sem ég hef komið í útlendum borgum er yfirleitt reynt að fela bensínstöðvar, en hér er því líkast að við séum alltaf stödd úti við þjóðveg – bíðum eftir því að fólkið hellist úr rútunum.

Tökum til dæmis nýjustu viðbótina í bensínstöðvaflóruna – niðri í Vatnsmýri. Margir létu sig dreyma um blómleg hverfi þarna, miðborgarbyggð, svæði fyrir hátæknifyrirtæki, garða og tjarnir. Í staðinn var sett upp hraðbraut með sex akgreinum, göngubrúm vegna þess að öðruvísi er ekki hægt að komast yfir, það á að byggja hér spítala á ógurlega miklu flæmi, og svo punkturinn yfir i-ið, bensínstöð alveg ofan í Hljómskálagarðinum.

Sem reyndar er meira en bensínstöð, heldur líka sjoppa, skyndibitastaður, áningarstaður – Nesti var einu sinni við þjóðveginn út úr bænum, nú er það komið inn í miðjan bæ.

Það er greinilegt að Íslendingum þykir bensínstöðvar fallegar. Er nokkur önnur skýring á því hvað þær eru víða? Ég nefni líka Hagatorg, sumir segja að það sé eitt fallegasta torg á Íslandi, einn vinur minn segir að þetta sé það næsta sem við komumst Champs Élysées, við það standa byggingar sem eru óvenju vel heppnaðar á íslenskan mælikvarða.

Og þar er líka stóreflis uppljómuð bensínstöð – sem skyggir fallegu húsin og á útsýnið frá torginu yfir trjágróðurinní gamla kirkjugarðinum og niður á Tjörn.

Ég ætla ekki að fara lengra en inn að Rauðará. Á svæðinu þar fyrir vestan og út á Nes telst mér til að séu átta eða níu bensínstöðvar. Önnur er leiðinni upp í Perlu og Öskjuhlíð sem eru af helstu kennileitum í Reykjavík. Þessi er svo vegleg að það er eins og Staðarskáli hafi verið fluttur inn í miðja borg.

Menn kunna að spyrja hvort sé þörf á öllum þessum bensínstöðvum. Nei, ætli það? Í Morgunblaðinu í vikunni var viðtal við forstjóra olíufélags sem talaði eins og það væri hálfgert böl að þurfa að hola bensínstöðvum niður á öðru hverju götuhorni. Það var á manninum að heyra að þetta væri mjög dýrt, en svona væri samkeppnin.

Þarna er kannski komin ein skýringin á því að álagning á bensín er 130 prósent hærri hér en í Evrópu. 19 krónur og 10 aurar á lítar, á móti 8 krónum og 40 aurum í ríkjum Evrópusambandsins.

Hin skýringin – eða afsökunin – kann að vera sú sem er aldrei notuð. Græðgi.

Að fást við að selja smáþjóð eitthvern varning en vilja samt hafa gróða út úr bisnessnum eins og um sé að ræða milljónaþjóð.

Hvenær heyrir maður bisnessmann sem verður uppvís að okri segja einfaldlega – ég bara get ekki að því gert, ég var svo gráðugur.

Gæti maður ekki bara borið ákveðna virðingu fyrir því.

— — —

Bílaverkstæðið Reykjavík

Í tilefni af frábærri gagnrýni á skipulag borgarinnar vil ég spyrja eftirfarandi:

Hvenær var síðast skipulagt verslunarhverfi í Reykjavík?

Svarið er væntanlega – Nýi Miðbærinn !!! ehe

Sá inniheldur verslunarmólið Kringluna.  Og: Skrifstofuhúsnæði, prentsmiðju, blaðaútgáfu (fyrrverandi) leikhús, tvo skóla og nokkur raðhús!!

Til að halda í þá skipulagshefð sem skapast hefur í borginni er nauðsynlegt að hafa í huga að borgin er í raun:

Bílaverkstæðið Reykjavík:

Að minnsta kosti man ég  ekki eftir öðru þegar ég minnist skipulags undanfarinna áratuga:

Síðumúli-Ármúli
Skipulagt sem iðnaðarhúsnæði.  Enn má finna eitt og eitt bílaverkstæði

Gamla Vogahverfið niður við sjó
Þarna voru mörg, mörg bílaverkstæði

Skeifan
Iðnaðarhúsnæði með bílaverkstæðum

Höfðinn
Stærsta bílaverkstæði landsins, taktu eftir að hægt er að keyra um Höfðahverfi og sjá einungis bakhlið húsa!  Inngangurinn er í næstu götu!

Hálsar

Iðnaðarhverfi með mörgum bílaverkstæðum.

Ég hlakka mikið til að sjá flugvöllinn hverfa.  Á svæðið verður hægt að setja:

7 bensínstöðvar
8 – 10 matvöruverslanir
Byko og Húsasmiðjuna
3-5 skyndibitastaði, helst tengda bensínstöðvunum.
20-25 bílaverkstæði
………5 einbýlishúsalóðir til einkavina.

Hægt er að nota krossflugbrautina sem hraðbraut.  Bara að tengja með slaufu við nýju Hringbrautina.  Skreyta með hljóðmönum á báða bóga.

Og þá er væntanlega búið að fullnýta flugvallarsvæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum