fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Garður hinna framliðnu höggmynda

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. júní 2010 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Moskvu, ekki langt frá Gorkí Park, er að finna Garð hinna framliðnu höggmynda. Þetta er reyndar afar fallegur og friðsæll garður, með litlum tjörnum, smáfuglum og jasmínublóma, en í honum er líka að finna höggmyndir sem hafa færst yfir á annað tilverustig, hafa verið fluttar af torgum og opinberum stöðum þar sem þær stóðu áður í þennan fáfarna garð, enda ekki pláss fyrir þær lengur í ríkjandi hugmyndakerfi.

Þarna má meðal annars finna fræga höggmynd af Felix Derzhinskí, stofnanda öryggislögreglunnar Tséka – sem síðar varð KGB. Hann hafði viðurnefnið Járn-Felix. Höggmyndin stóð áður á torginu fyrir framan Lubijanka, þar sem enn eru höfuðstöðvar rússnesku öryggislögreglunnar FSB, arftaka Tséka. Hún var fjarlægð eftir fall kommúnismans.

IMG_2194

Þarna er líka Maxím Gorkí, höfundurinn sem var tignaður á tíma Sovétríkjanna, seldi sál sína, en var hugsanlega drepinn að undirlagi Stalíns.

IMG_2196

Sverdlov sem um tíma gekk næstur Lenín sjálfum að metorðum, fyrirskipaði morðin á keisarafjölskyldunni, var sagður hafa dáið úr spænsku veikinni 1919, þótt önnur útgáfa segi að verkamaður hafi lamið hann í höfuðið svo hann hlaut af bana.

IMG_2202

Og þarna er Stalín sjálfur með brotið nef.

IMG_2199

Svona til áréttingar um staðreyndir málsins, við hliðina á Stalín – höggmynd tileinkuð fórnarlömbum kommúnismans.

IMG_2200

Það er talsvert af Lenínstyttum í garðinum – hér er hann með Karli Marx og Leoníd Brésnef.

IMG_2207

Gamalkunnur skúlptúr þar sem því er lýst yfir að Sovétríkin aðhyllist heimsfrið.

IMG_2210

Fegurðar- og frækinleiksímynd Sovétríkjanna: Ung verkakona.

IMG_2219

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin