Það væri í raun bara eðlilegt og ágætt að íslenskir stjórnmálaflokkar færu að klofna – og að þá mynduðust væntanlega nýjar fylkingar.
Ásmundur Einar Daðason á til dæmis ágætlega heima í sama flokki og Einar Kr. Guðfinnsson.
Þorsteinn Pálsson gæti vel verið í sama flokki og Árni Páll Árnason.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon gætu verið saman í flokki.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson gætu verið flokksbræður.
Og Birgitta Jónsdóttir og Lilja Mósesdóttir flokkssystur.
Stundum finnst manni nánast eins og tilviljun hverjir eru hvar í íslenskri pólitík.