fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Friðrik: Verðtryggingarvíman

Egill Helgason
Föstudaginn 25. júní 2010 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson, hagfræðingur og friðargæsluliði, skrifar þarfa grein um verðtrygginguna hér á Eyjuna. Þar segir meðal annars:

— — —

„Við þá markaðsvæðingu sem varð á Íslandi á tíunda áratugnum hefði verið eðlilegt að vinda ofan af þessu kerfi verðtryggingar. Í síðasta lagi hefði aftenging verðtryggingarinnar átt að eiga sér stað 2001 við upptöku nýrra laga um sjálfstæði Seðlabanka Íslands og nýrrar peningastefnu hans. Enda varð reyndin sú að m.a. af stórum hluta vegna verðtryggingarinnar varð vaxtastefna Seðlabankans bitlaus í baráttunni við þennslu hagkerfisins frá árunum 2003 til 2008. Hvergi var grófari misnotkunin á þessu kerfi enn einmitt þegar bankarnir komu inn á húsnæðislánamarkaðinn. Þá voru aldeilis jólin, enda beinlínis partur af planinu að ýta hér af stað massífrí eignabólu þar sem hún skilaði sér beint inn í verðbólguna og varð þannig til varanlegrar hækkunar á höfuðstóli lánanna. Verðtryggingin íslenska var þannig mikilvægur hluti af píramídaplotti fjármálakerfisins íslenska sem hér hrundi haustið 2008.

Afleiðingar þessara deyfilyfja áhrifa á hagkerfið má nú berlega sjá í viðbrögðum sumra fjármálafyrirtækja og einstakra ráðamanna við gengisdómi Hæstaréttar. Þeim er gersamlega fyrirmunað að skilja að gengistryggingar“fixið“, sem var jú ein önnur útgáfa verðtryggingar, hafi verið tekið af þeim. Og þá HLÝTUR eitthvað annað fix að eiga að koma í staðinn! Því þannig hefur það ALLTAF verið. Lánveitendur og fjármagnseigendur fá alltaf sitt fix í formi verðbóta, vaxta og vaxtavaxta! Það að þeir hafi tekið einhverja raunverulega áhættu er þeim fyrirmunað að skilja.

Að áhættayfirfærslan frá lántakandanum yfir á lánveitandan hafi gerst vegna þess að lánin voru ólögleg er hins vegar sérkennileg, en verður kannski til þess að kenna ákveðna lexíu.

Verðtrygging á ekki að skipa þann sess í nútímahagkerfi og hún gerir á Íslandi og a.m.k. ekki með þeim deyfilyfjaáhrifum og nú er gert. Óbein afleiðing hennar hefur verið að ýta undir fjármálageira sem kunni ekki, og kann ekki enn, að meta raunverulega áhættu, heldur taldi sig, og telur sig enn vera spes og hann eigi að njóta sérstakrar verndar, ef ekki með verðtryggingu, þá gengistryggingu og ef um allt annað þrýtur, með innspýtingu frá ríkinu með peningum skattborgaranna. Það fannst þeim haustið 2008, og greinilega þykir þeim það mörgum enn.

Það þarf að klára afvötnun íslenska fjármálakerfisins og afnám verðtryggingar er hluti af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin