Nýja ríkisstjórnin í Bretlandi ætlar að taka á ofdrykkju með því að herða reglur á ýmsum sviðum.
Ein hugmyndin er að leggja sérstakt löggæslugjald á bari og klúbba sem eru opnir langt fram á nótt.
Í frétt Guardian segir að ofbeldi af völdum áfengisneyslu sé plága víða í bresku samfélagi.
Einnig stendur til að hækka verð á áfengi, en í breskum búðum er víða hægt að fá áfengi á lágu verði, jafnvel á mjög hagstæðum tilboðum.