Einkaskólastefnan sem hér hefur verið rekin hefur orðið fyrir tveimur slæmum höggum síðustu vikuna.
Annars vegar er það mál skólastjórans í Menntaskólanum Hraðbraut sem virðist hafa notað skólann til að auðgast sjálfur.
Hins vegar er það brottrekstur stærðfræðiprófessorsins Einars Steingrímssonar frá Háskólanum í Reykjavík.
Einar er hámenntaður stærðfræðingur, með PHD próf frá hinum fræga skóla MIT, toppmaður sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar í sínu fagi.
En hann hafði leyft sér að gagnrýna stjórn skólans og stefnu hans.