Nú loks eftir kosningar er farið að segja sannleikann um Orkuveitu Reykjavíkur.
Fyrirtækið er á hausnum eftir langvarandi óstjórn, sukk og brask.
Hápunkti náði það þegar reynt var að koma því í hendurnar á Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri – hópur stjórnmálamanna vann baki brotnu að því að gera það að veruleika og fékk góða umbun fyrir.
Enginn vill lána Orkuveitunni, enda var hún sett í ruslflokk af matsfyrirtækjum.
Það er óhjákvæmilegt að hækka verð á orkunni til neytenda, það eru þeir sem súpa loks seyðið af ruglinu.
Þetta er sorgarsaga opinbers fyrirtækis sem hefði átt að vera eitt hið stöndugasta sem þekkist á Íslandi.