Ég hef verið á ferðalögum erlendis í nokkrar vikur, er nú í Tyrklandi.
Það er alveg sama hvert maður fer og hvert maður hittir, þegar maður segist vera Íslendingur er undireins spurt um eldfjallið.
Af því leiða oft nokkur gamanmál.
Ég veit ekki með átakið Inspired by Iceland – sem átti að lagfæra skaðann sem eldfjallið olli ferðamannaiðnaðinum – líklega var það í sjálfu sér ágætt.
En við stöndum frammi fyrir því um langan tíma að Eyjafjallajökull verður langfrægasta fyrirbærið á Íslandi – meira að segja fjármálakreppan heima virðist algjörlega gleymd í samanburði.