Það skil ég vel að menn hafi áhyggjur af eignarhaldi á íslenskum auðlindum.
Nú er um það nánast algjör samstaða að þar skuli farið með mestu gát. Í raun þyrfti að semja ný lög sem kveða á um eignarhald og nýtingarrétt – og þar ætti heldur ekki að undanskilja fiskveiðiauðlindina.
Þá er ég ekki tala um að komið sé í veg fyrir að útlendingar komist í auðlindirnar – stundum þurfum við á þeim að halda til að nýta þær – heldur þarf líka að koma í veg fyrir að auðlindirnar safnist á of fárra hendur eins og gerst hefur með fiskinn í sjónum.
En það er þessi umræða sem nú geisar um Magma – var ekki löngu vitað að kanadíska félagið hefði stofnað skúffufyrirtæki innan Evrópu til að geta keypt HS-orku?