Andlitsblæjur sem eru notaðar til að hylja konur eru tákn um kvennakúgun. Það er ekkert öðruvísi. Það er sagt að þetta sé trúartákn – en í raun er það ekki síður pólitískt.
Franska þingið samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta 336 atkvæðum gegn einu að banna þessar blæjur. Þingmenn Sósíalistaflokksins sátu hjá.
Málið er vinsælt meðal kjósenda, ekki síst þeirra sem eru til hægri – sumir segja að Sarkozy forseti sé á vinsældaveiðum. Sumir mótmæla á þeim forsendum að það sé verið að magna upp andúð á múslimum; aðrir segja að þarna sé verið að frelsa konur undan skelfilegu oki karlaveldis.
Og það er ekki laust við að það hafi ákveðna merkingu að frumvarpið er samþykkt daginn fyrir þjóðhátíðardag Frakka, Bastilludaginn, sem er á morgun.