Við erum löngu komin framhjá When I´m Sixty Four.
Bítillinn, húmoristinn og ljúflingurinn Ringo Starr er sjötugur í dag.
Hann var kannski ekki hæfileikaríkasti Bítillinn, en hugsanlega sá viðkunnanlegasti.
Elskulegur hlekkur í frábærustu hljómsveit allra tíma.
Eins og kemur fram í New York Times heldur Ringo afmælistónleika í kvöld með All Starr hljómsveit sinni í þeim frábæra sal Radio City Music Hall í New York.
Blaðið spyr Ringo hvað hann vilji fá í afmælisgjöf og hann svarar: Ást og frið.