Fyrir nokkrum dögum birti ég bréf frá lesanda um kynslóðareikninga.
Francis Beckett er á svipuðum slóðum í grein sem hann skrifar í Guardian, en þar fjallar hann um svonefnda baby boomers, börn eftirstríðsáranna, kynslóð sem hann segir að hafi verið mulið undir og sjái rækilega til þess að börn hennar og barnabörn hafi það verra en hún. Hann segir að þessi kynslóð, sem hann tilheyrir sjálfur, hafi verið voldug og eigingjörn.