Nýju orði hefur skotið upp í þjóðmálaumræðunni.
Laumuaðildarsinnar.
Það eru þeir sem eru ekki nógu harðir gegn Evrópusambandinu.
Undanfarna daga hafa stjórnmálamenn bæði í VG og Sjálfstæðisflokknum legið undir grun um að vera „laumuaðildarsinnar“.
Dálítið er þetta farið að minna á umræðuna úr kalda stríðinu. Þá var talað um fellow travellers – eða samferðamenn – þá sem voru grunaðir um að vera ekki nógu einarðir í andstöðunni við kommúnismann.