Nú þegar breski Íhaldsflokkurinn er kominn til valda ætlar hann ekki að fjarlægjast Evrópu, eins og sumir hefðu haldið, heldur þvert á móti að færa sig nær. Utanríkisráðherrann William Hague vill að Bretar hafi meiri áhrif í Brussel og breskum starfsmönnum þar fjölgi. BBC segir að breska stjórnin vilji berjast fyrir hagsmunum sinum innan í frá en ekki utanífrá.