fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Fyrirmyndarland

Egill Helgason
Föstudaginn 25. júní 2010 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að koma til Þýskalands eftir að hafa verið í Rússlandi.

Í Rússlandi finnst manni vera óreiða á öllu. Lögregla situr fyrir fólki til að hafa af því peninga, fólk úr forréttindastétt ekur á ofurhraða á limósínum um göturnar, ef maður sest inn á veitingahús er maður í óvissu um hvernig reikningurinn verður; það er einhvers konar misgengi á öllum hlutum. Rússland er því miður ekki réttarríki.

Í Þýskalandi er allt í röð og reglu. Maður veit nákvæmlega hvað maður fær fyrir peningana, allt er á sínum stað. Berlín er sérlega þægileg borg að dvelja í. Manni finnst maður vera einstaklega öruggur hérna. Hér er stöðugt stjórnarfar og velferð og efnahagurinn er óvíða traustari.

Þegar hugsað er til sögu Þýskalands er merkilegt að sjá hversu lýðræðið er sterkt í landinu og þjóðfélagsumræðan er gagnrýnin en á sama tíma oft merkilega sanngjörn.. Stjórnarskrá Þýskalands er reyndar eitt merkasta plagg sinnar tegundar.

Rússland er spennandi og afar heillandi, en Þýskaland er eitt mesta fyrirmyndarland sem hægt er að hugsa sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Fyrirmyndarland

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin