fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Við grafhýsi Leníns

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. júní 2010 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IMG_2160

Hópurinn á myndinni hér að neðan skar sig nokkuð úr á Rauða torginu þegar ég fór að skoða grafhýsi Leníns.

Inn í grafhýsið kemst maður eftir að hafa staðið í langri biðröð, þó ekki fyrr en maður er búinn að skilja eftir myndavélar og farsíma sem hægt er að nota til að taka myndir.

Þá fær maður að ganga meðfram Kremlarmúrum inn í grafhýsið þar sem smyrðlingurinn hvílir í eilífum kulda og dimmu – en þó með ljósgeisla á andlit sitt og líkama til að magna upp áhrifin.

Ef líkama má kalla – því kannski er það sem eftir er af Lenín eftir öll þessi ár ekki nema brúða. En hann er ennþá  sköllóttur, með hafurskegg, höndunum er vandlega stillt upp, annar hnefinn er krepptur, hin höndin opin.

En karlinn er þarna enn og verður kannski ekki færður úr þessu. Þeir eru aftur farnir að hafa hersýningar á Rauða torginu.

Manni er hraðað gegnum grafhýsið, má ekki stoppa og hugleiða eins og væri ekki vanþörf á, en gengur þvínæst að gröfum sem standa meðfram veggjunum. Þar hvílir meðal annars Stalín, sem var fluttur úr grafhýsinu 1961, á milli félaga sinna Kalinins og Súslovs. Og þar eru líka Brésnev, Andropov, og Tsjernenko.

En aftur að hópnum á myndinni. Þetta voru lenínistar sem voru komnir til að hylla leiðtoga sinn. Lögreglan heypti sumum inn beint af torginu, þeir þurftu semsagt ekki að standa í röðinni, þeir höfðu meðferðis merki Sovétríkjanna og rauð blóm sem þeir lögðu á grafhýsið.

Þarna var hávaxinn ungur maður af asískum uppruna, ung horuð kona sem virtist frekar skrítin, hún bar rauða hafnaboltahúfu með stöfunum CCCP (skammstöfun fyrir Sovétríkin), og svo nokkur gamalmenni, tvær konur og karl sem líka var með rauða húfu. Varla neitt til að byggja á endurkomu bolsévismans.

IMG_2147

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin