fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Bjarni hefur allt að vinna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. júní 2010 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðismenn halda aukalandsfund núna um helgina.

Menn eru farnir að spyrja sig hvort eitthvað sem máli skipti gerist á fundinum.

Bjarni Ben verður endurkjörinn formaður, Ólöf Nordal verður kosin varaformaður. Þau eru bæði ágætlega frambærilegt fólk, það sópar svo sem ekki að þeim, en þau eru tilbúin að ganga býsna langt til að halda flokknum saman.

Það hefur verið hreyfing fyrir því innan flokksins að lögð verði fram tillaga um að draga Evrópusambandsumsókn til baka. Bjarni kærir sig ekki um að þessi tillaga komi fram – verði hún samþykkt myndi hún hlaupa illu blóði í stuðningsmenn ESB innan flokksins og jafnvel vera ávísun á klofning. Evrópuandstæðingar tortryggja reyndar Ólöfu, finnst hún bera kápuna á báðum herðum í Evrópumálum, eins og það var orðað á vefsíðunni.

Svo er spurning hvað annars gerist á landsfundinum. Í Valhöll hefur tekið völdin fólk sem leggur meiri áherslu á framsetningu en spuna en málefnavinnu.

Eða kemur eitthvað marktækt fram á fundinum um stórmál sem brenna á þjóðinni: Auðlindmál, stjórnlagaþing, niðurskurð í ríkiskerfinu, skuldir heimilanna?

Já, og hvað varð um endurreisnarskýrsluna frá því á síðasta landsfundi?

Sjálfstæðismaður sem sendi mér nokkrar línur vegna landsfundarins skrifar:

„Það er mitt mat að Bjarni hafi engu að tapa á landsfundinum  með því að skera á tengsl sín við fyrrum formenn, flytja mikla leiðtogaræðu sem hann skrifar sjálfur frá eigin brjósti.

Sjálfstæðisflokkurinn er úti úr ríkistjórn, úti í Reykjavík, úti í Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri s.s. stærstu sveitarfélögum landsins.. Bjarni hefur engu að tapa heldur allt að vinna!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin