Það yrði upplit á einhverjum ef maður í gervi Hitlers tæki sér stöðu í miðborg Berlínar og byði ferðamönnum að láta taka myndir af sér með honum.
Líklega yrði maðurinn fjarlægður umsvifalaust af lögregluni – og atburðurinn myndi hugsanlega komast í fréttirnar.
Viðhorf Rússa til blóðugrar sögu sinna er nokkuð annað en Þjóðverja.
Þessir herramenn sátu við Kreml í fyrradag – margir ferðamenn létu taka myndir af sér með þeim.
Eins og sjá má eru þeir í gervi Leníns og Stalíns – og gervin eru bara nokkuð góð. Á svæðinu voru fleiri svona karakterar, einn Stalíninn hafði dottið úr hlutverkinu og var að tala við vin sinn. En einn Lenínleikarinn hélt á rauðum fána í golunni svo minnti á fræga senu úr áróðursmyndum þar sem Lenín heldur ræðu á Finnlandsbrautarstöðinni.