Þorsteinn Pálsson skrifar grein þar sem hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi brugðist því hlutverki að hafa forystu um vestræna samvinnu.
Þorsteinn er náttúrlega heitur stuðningsmaður aðildar að Evrópusambandinu.
En í þessu sambandi má rifja upp Rússalánið sem var talað um í október 2008, upp á 4 milljarða evra eða um 650 milljarða íslenskra króna.
Kannski var þetta bara flökkusaga sem var hlaupið með í fjölmiðla, a.m.k. varð ekkert af láninu, en hverjum sem kynnir sér stjórnmálaástandið í Rússlandi hlýtur að verða ljóst hvílík bilun það hefði verið að þiggja þetta lán.
Í Íslandsklukkunni segir Snæfríður Íslandssól að hún kjósi frekar þann versta en þann næst besta.
Á það hugsanlega við í þessu tilviki?