fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020

Ritstjórnarstefna DV

1. Markmið DV er að miðla upplýsingum til almennings.

2. Fréttastefna DV byggir á þeirri forsendu að upplýstur almenningur sé uppspretta hins réttláta valds og að upplýsing borgaranna sé helsta undirstaða lýðræðisins.

3. Æðstu gildi DV eru sannleikurinn og lýðræðið. DV miðar fréttamat sitt við hagsmuni og áhuga almennings. Efnisval ritstjórnar lýtur þeim lögmálum. DV er gagnrýninn fjölmiðill.

4. DV leitast við að gefa borgurum tækifæri til að koma á framfæri upplýsingum og athugasemdum við fréttir.

5. Fjölmiðillinn DV og fréttamenn hans vinna ekki út frá hagsmunum stjórnmálaflokka, fyrirtækja eða einstaklinga.

6. Áhersla er lögð á hagsmuni fjöldans umfram hagsmuni valdafólks og stofnana. DV starfar í þágu almennings og á afkomu sína undir honum.