Fimmtudagur 12.desember 2019
Bleikt

Liam Hemsworth komst að því á samfélagsmiðlum að hann og Miley Cyrus væru að skilja

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 16. september 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liam Hemsworth komst að því að hann og söngkonan Miley Cyrus væru að skilja á samfélagsmiðlum samkvæmt heimildum Page Six.

Þann 10. ágúst síðastliðinn gaf Miley út yfirlýsingu þar sem hún staðfesti sambandsslitin, en grunur lá á að þau voru hætt saman eftir að söngkonan deildi myndum af sér án giftingahringsins.

„Þau eru í stöðugri þróun, bæði sem par og sem einstaklingar. Þau hafa ákveðið að þetta sé best fyrir þau bæði á meðan þau einbeita sér að framanum og sjálfum sér. Þau munu hugsa um öll dýrin sín í sitthvoru lagi á meðan þau eru aðskilin.“

En þetta voru einnig fréttir fyrir Liam, sem var í Ástralíu á þeim tíma.

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að yfirlýsingin kom út, fóru myndir af Miley og nýju kærustu hennar, Kaitlynn Carter, í birtingu.

Sjá einnig: Miley Cyrus í kossaflensi með nýrri dömu á Ítalíu 

Miley gaf út lag um sambandsslitin þann 16. ágúst. Liam tjáði sig ekki opinberlega um skilnaðinn fyrr en nokkrum dögum seinna.

En samkvæmt heimildum kom skilnaðurinn ekki úr heiðskýru lofti. Fyrrverandi parið var búin að vera skilið að borði og sæng í nokkra mánuði og sáust þau bæði án giftingahringsins yfir þann tíma. Heimildarmaður Page Six segir að Liam hafi verið að reyna að bjarga hjónabandinu og var ekki tilbúinn að tilkynna um sambandsslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Steinunn lenti í ógnvekjandi atviki um helgina – „Mikið er ég þakklát fyrir að geta gengið í dag“

Steinunn lenti í ógnvekjandi atviki um helgina – „Mikið er ég þakklát fyrir að geta gengið í dag“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Beautytips fór á hliðina – Linda vildi feika óléttupróf – „Fucking ógeðslegt“

Beautytips fór á hliðina – Linda vildi feika óléttupróf – „Fucking ógeðslegt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Það sem Lionel Richie finnst í alvöru um samband Sofiu og Scott Disick

Það sem Lionel Richie finnst í alvöru um samband Sofiu og Scott Disick
Bleikt
Fyrir 1 viku

Femínistar og karlréttindasinnar ræða málin – „Varstu að bera okkur saman við börn?“

Femínistar og karlréttindasinnar ræða málin – „Varstu að bera okkur saman við börn?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.