Sunnudagur 26.janúar 2020
Bleikt

Móðir krabbameinsveiks barns fékk harðorða bréf frá nágranna: „Gerðu betur!!!“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragland Randa er fimm barna móðir. Barnsfjöldinn einn og sér væri of mikið fyrir marga, en fyrir Röndu er það aðeins toppurinn á ísjakanum.

Þriggja ára sonur hennar, Jaxen, sem er einhverfur og talar ekki, hefur greinst með sjaldgæft krabbamein.

Þannig það er nóg að gera hjá Röndu, að fara með Jaxen til læknis og sjá um hin börnin. Skiljanlega hefur hún ekki tíma til að halda heimilinu tandurhreinu eða hvað þá slá grasið fyrir utan húsið.

En nágranna hennar virðist skorta samkennd.

Fyrr í vikunni fann Randa mjög harðorða bréf í póstkassann sinn. Í því stóð að hún ætti að „gera betur.“

Bréfið var frá nágranna hennar sem sendi henni bréfið nafnlaus. Randa deildi mynd af bréfinu á Facebook.

„Nágranni. Vinsamlegast hugsaðu um húsið þitt að utan og gerðu eitthvað í því. Þetta stingur í augun og hefur áhrif á fasteignaverðið í götunni. Hver vill kaupa hús nálægt þér og horfa á þetta daglega? Þú þarft ekki að gera mikið, eina sem þú þarft að gera er að vera ekki skítsama. Gerðu betur!!!“

Bréfið.

Randa deildi mynd af bréfinu í hóp á Facebook og skrifaði með myndinni: „Líf okkar samanstendur af læknisheimsóknum og sjúkrahússdvölum fyrir geislameðferð, ígræðslur og aðgerðir. Sonur minn hefur verið bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu. Hann hefur verið lagður inn á sjúkrahús oftar en 20 sinnum og hefur farið í sjö aðgerðir. Hann er í alvöru hugrakkasta manneskja sem ég þekki,“ skrifar Randa.

„Segið halló við fólk. Verið vingjarnleg. Það er ótrúlegt hvernig svona hlutir geta breytt manneskju. Kannski sér höfundur bréfsins þetta, kannski ekki. En hvort sem það verður þá held ég að þetta muni hafa áhrif á einhvern.“

Færsla Röndu hefur vakið mikla athygli og hafa þúsundir manns líkað við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Myndatakan misheppnaðist skelfilega – Sjáðu augnablikið þegar hundurinn beit hana

Myndatakan misheppnaðist skelfilega – Sjáðu augnablikið þegar hundurinn beit hana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.