fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Bleikt

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 1. ágúst 2020 21:00

Ashley Graham var byrjuð að berjast fyrir líkamsvirðingu löngu áður en hún varð ólétt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ashley sem er svokölluð „plus size“ eða „curvy“ fyrirsæta er harður málsvari jákvæðrar líkamsímyndar og draumur hennar er að öllum konum líði vel í eigin skinni, óháð stærð og vaxtarlagi. Hún hefur verið dugleg að breiða út boðskapinn bæði í leik og starfi og árið 2016 varð hún fyrsta fyrirsætan í fatastærð 16 sem prýddi forsíðu sundfataútgáfu tímaritisins Sports Illustrated. Hún fer einnig mikinn á samfélagsmiðlum og gerir í því að sýna líkama sinn frá öllum sjónarhornum. „Ég vil að fólk átti sig á því að við höfum öll eitthvað sem samfélagið kennir okkur að hylja en af hverju gerum við það? Svo að ég sýni allt mitt og er stolt.“

Myndataka í garðinum: Eiginmaðurinn Justin tók myndina heima hjá þeim í Nebraska.

Ashley og maðurinn hennar eignuðust sitt fyrsta barn í janúar, soninn Isaac, og hún segist hafa þurft að sættast við nýja líkamann. „Ég er þyngri. Ég er með slit og í byrjun þurfti ég að tala mig til og hugsa; ok, nýr líkami kallar á nýjan hugsunarhátt,“ segir Ashley sem segir þessa nýjustu myndibirtingu hafa hjálpað sér í þeim efnum. „Myndatakan var svo valdeflandi því mér leið vel og fannst ég líta vel út. Þetta er nýi mömmulíkaminn minn,“ segir Ashley sem neitaði að láta lagfæra myndina með myndvinnslubúnaði.„Ég vil að fólk sjái mig alveg eins og ég er því allir hafa sögu að segja.“

Sundföt fyrir alla: Ashley situr fyrir í bikiníi frá Swimsuits for All.
Falleg fjölskylda: Ashley, Justin og Isaac litli.
https://www.instagram.com/p/B8KOJLfAm5z/
Credit: Ashley Graham/Instagram

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Höfða mál gegn Tiger King stjörnunni Carole Baskin

Höfða mál gegn Tiger King stjörnunni Carole Baskin
Bleikt
Fyrir 1 viku

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.