fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Bleikt

Frægar rauðkur sem reyndust vera ljóskur

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er afstætt og hárlitur er engin undantekning. Á Skotlandi þar sem 13% þjóðarinnar er rauðhærð vekur liturinn litla eftirtekt en á móti er líklegra að rauðhærðir séu meira áberandi í Bandaríkjunum þar sem rautt hár er mjög sjaldgæft og talan er mun lægri eða um 2%. Miðað við þessar tölur skarta grunsamlega margar stjörnur rauðum makka og ástæðan er einföld; þær lita á sér hárið til að vekja meiri eftirtekt.

Þessar glæsilegu dívur hafa vakið eftirtekt með rauðum lokkum en eru í raun ljós- eða skolhærðar. Sumar fyrir ákveðið hlutverk en aðrar einfaldlega til að vekja á sér athygli. „Um leið og ég varð rauðhærð þótti fólki ég frekar áhugaverð í stað þess að finnast ég daðursgjarn kjáni. Það var magnað að sjá hvernig eitt atriði í útliti mínu breytti áliti fólks á mér og hárið á mér varð í kjölfarið áhrifamikið verkfæri sem ég gat nýtt mér í leiklistinni,“ var haft eftir leikkonunni Amy Adams árið 2016.

Amy Adams 

American Hustle leikkonan segir rauða hárið hafa hjálpað til við að aðgreina hana frá öllum hinum ljóskunum í Hollywood.

Sophie Turner  

Sophie fór með hlutverk hinnar rauðhærðu Sansa Stark í Game of Thrones  og á tímabili þurfti að lita hárið á henni vikulega svo ljósu lokkarnir sæjust ekki en eftir nokkur ár var hún látin vera með hárkollu.

Emma Stone

Emma er ljóshærð en vakti fyrst eftirtekt sem rauðka í myndunum Superbad og Easy A. Hún segist elska rauða hárið og kveðst vera með rétta litaraftið.

Gillian Anderson

X-Files töffarinn Gillian Anderson var rauðhærð í þáttunum.

Deborah Ann Woll

True Blood leikkonan fór að lita hárið rautt löngu áður en hún fékk hlutverk í þáttunum. Í viðtali við Elle árið 2009 sagði hún að sem ljóska með ljósa húð hafi hún horfið í fjöldann. Hún hafi því ákveðið að lita á sér hárið rautt til  að vekja á sér eftirtekt og taka pláss í heiminum.

Cynthia Nixon

Sex and the City rauðkan Cynthia er í raun ljóska.

Kirsten Dunst

Það muna flestir eftir Kirsten í hlutverki Mary Jane í fyrstu Spider Man myndinni. Þar var hún eldrauðhærð og segist hafa í kjölfarið nælt sér í öðruvísi menn en áður. „Ég næ mér í menn sem er meira spunnið í. Menn sem eru hugsuðir.“

Kate Winslet

Þó svo að margir hafi þekkt Kate Winslet áður en hún lék hina rauðhærðu Rose í Titanic þá var það hlutverkið sem kom henni endanlega á kortið.

Brittany Snow

Leikkonan Brittany Snow þurfti að lita hárið rautt fyrir Pitch Perfect myndirnar en fílaði það alls ekki. Hún var sérstaklega óánægð með dökkrauða hárið sem hún skartaði í Pitch Perfect 2 og var mjög ánægð þegar því tímabili lauk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Krúttlegustu óléttubumburnar – Stjörnunar fjölga sér

Krúttlegustu óléttubumburnar – Stjörnunar fjölga sér
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Köttur truflar þingmann á fjarfundi – Eignaðist aðdáendur um allan heim

Köttur truflar þingmann á fjarfundi – Eignaðist aðdáendur um allan heim

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.