fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Amangiri – staðurinn sem stjörnurnar elska

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðju berangri hrárrar eyðimerkurfegurðar Canyon Point, Utah stendur undurfagri sumarleyfisstaðurinn Amangiri. Þetta fimm stjörnu athvarf ríka og fræga fólksins hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan hann opnaði árið 1998 og þangað flykkjast stjörnurnar. Síðustu tvær vikurnar hafa Bieber hjónin Hailey og Justin dvalist þar, sem og Kourtney Kardashian, Scott Disick og börnin þeirra þrjú en meðal tíðra gesta eru Brad Pitt, Victoria Beckham og Gwyneth Paltrow.

Amangiri er staðsett við landamæri Utah og Arizona fjarri heimsins glaumi og því kjörinn staður til að njóta kyrrðar og náttúrufegurðar. Steypt skyggni, viðarrúm, flennistórir gluggar og hvítir fletir einkenna híbýlin sem eru hönnuð í minimalískum stíl en það er samt enginn afsláttur gefinn af lúxusnum.

Justin og Hailey Bieber eru miklir aðdáendur Amangiri. Þau nutu þar lífsins saman í lok júní og birtu nokkrar myndir á samfélagsmiðlum þar sem þau dásömuðu staðinn. Amangiri er einnig vinsæll áfangastaður til að fagna tímamótum. Kim Kardashian hélt upp á 37 ára afmælið sitt í Amangiri árið 2017. Hollenski plötusnúðurinn Tiësto og Annika Backes giftu sig þar í fyrra og fyrirsætan Emily Ratajkowski eyddi hveitibrauðsdögunum þar ásamt nýbökuðum eiginmanni sínum, Sebastian Bear-McClard.

Svöl hjón: Fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley og eiginmaður hennar, leikarinn Jason Statham, hafa notið lífsins á Amangiri.

Stórkostlegur staður: Það skal engan undra vinsældir Amangiri.
Stjörnufans: Fyrirsætan Chanel Iman er aðdáandi Amangiri.
Fábrotinn lúxus: Lúxus í bland við náttúrufegurð.
Hailey Bieber: Bieber hjónin eru tíðir gestir staðarins.
Brúðkaup í eyðimörkinni: Brúðkaup plötusnúðarins Tiësto og Anniku Backes.
Glæsilegt útsýni: Emily Ratajkowski naut hveitibrauðsdaganna í Amangiri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.