fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Bleikt

Dóttir raunveruleikastjörnu fékk Instagram reikning í 13 ára afmælisgjöf – 35.000 fylgjendur á einum degi!

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 6. júlí 2020 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt sem gerist í lífi glamúrmódelsins og raunveruleikastjörnunnar Katie Price sem ekki ratar í fjölmiðla og þrettán ára afmælisdagur dóttur hennar var engin undantekning. Í tilefni dagsins fékk Princess nefnilega langþráða ósk sína uppfyllta þegar hún fékk sinni eigin Instagram reikning. Fyrsta myndin sem Princess birti var af henni ásamt hundinum Blade og bar yfirskriftina: „Ég er núna 13 ára og fékk loksins minn eigin Instagram reikning! Jeijj!“

Princess heitir fullu nafni Princess Tiaamii Crystal Esther Andre og er dóttir Katie og söngvarans Peter Andre. Katie og Peter voru gift í fimm ár og eiga saman Princess og Junior en alls á Katie 5 börn. Harvey sem er átján ára á Katie með fótboltakappanum Dwight York og yngstu tvö, Jett og Bunny, á hún með Kieran Hayler, en þau skildu árið 2018.

Princess er vön athyglinni því auk þess að eiga fræga foreldra hefur líf hennar undanfarin ár verið til sýnis í raunveruleikaþáttunum Katie Price: My Crazy Life sem, líkt og titillinn gefur til kynna, fjallar um líf og störf móður hennar.  Sjálf segist Princess stefna á að verða söngkona. Hún hefur æft sig í hljóðveri með pabba sínum og hyggst vera með eigin YouTube rás svo hún geti komið sér á framfæri. Þar ætti Instagram einnig að koma að góðum notum en á fyrsta deginum var hún komin með 35.000 fylgjendur og þegar þetta ritað er fjöldinn kominn í 66.600.

Fyrsta færslan: Princess með hundinum Blade

Með pabba: Söngvarinn Peter Andre sló í gegn á tíunda áratugnum

Öllu vön: Princess hefur verið mikið í sviðsljósinu og kann að pósa

Ofurpar: Katie og Peter kynntust árið 2004 við gerð raunveruleikaþáttanna I’m A Celebrity… Get Me Out Of Here!

Barnamergð: Junior, Harvey, Katie, Jett, Princess og Bunny

Hárprúð: Alsystkinin Princess og Junior eru bæði með þykka lokka

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Njóta ásta fyrir framan fimm mánaða gamalt barn sitt

Njóta ásta fyrir framan fimm mánaða gamalt barn sitt
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell þakkar hjúkrunarfræðingum og læknum: „Sumt af því yndislegasta fólk sem ég hef hitt“

Simon Cowell þakkar hjúkrunarfræðingum og læknum: „Sumt af því yndislegasta fólk sem ég hef hitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.