fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Bleikt

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 3. júlí 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood leikarinn Johnny Depp á í málaferlum við breska dagblaðið The Sun fyrir meiðyrði eftir að miðillinn kallaði leikarann heimilisofbeldismann árið 2018 í kjölfar ásakana fyrrum eiginkonu Depp, leikkonunnar Amber Heard, um ofbeldi af hans hálfu. Það urðu vendingar í málinu þegar verjandi The Sun tefldi fram smáskilaboðum sem Depp sendi aðstoðarmanni sínum, Nathan Holmes, þar sem hann skipar honum meðal annars að útvega sér eiturlyf því honum líði ekki vel: „Gerðu það, ég er í vondum málum. Ekki segja NEINUM NEITT!!!“

Skilaboðin þykja þýðingarmikil í vörn The Sun þar sem þau kasta rýrð á fyrri staðhæfingu hans um að hann hafi ekki neytt eiturlyfja áður en hann lenti í rifrildi við Heard sem endaði með meintri árás á fyrrum eiginkonu hans. Skilaboðin eru frá febrúar og mars 2015, stuttu áður en meint árás átti sér stað. Talið er að þau hafi verið send á meðan Depp dvaldi í Ástralíu við tökur á Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge.

Depp og  Heard kynntust við tökur á gamanmyndinni The Rum Diary árið 2011 og giftu sig árið 2015. Ári síðar fékk eiginkona hans nálgunarbann gegn honum.  Atvikið gegn Heard sem um ræðir er eitt af 14 ásökunum á hendur Depp fyrir heimilisofbeldi frá árunum 2013 til 2016.

Það virðist vera sem leikarinn hafi drukkið ótæpilega á meðan skilaboðasendingunum stóð og hann heimtaði ákaft e-töflur og kókaín. Þegar það gekk hægt að verða við óskum hans brást Depp ókvæða við og skrifaði: „Andskotinn, láttu mig fá númerið. Ég redda þessu sjálfur!!!“

Með tilkomu skilaboðanna segir verjandi The Sun, Adam Wolanski, að leikarinn hafi fyrirgert rétti sínum til að halda áfram að sækja mál á hendur miðlinum. Skilaboðin séu gögn sem lögmanni Depp hafi borið skylda til að leggja fram samkvæmt lögum um upplýsingaskyldu. Að auki sé ljóst að leikarinn hafi ekki sagt sannleikann í þessu máli og hann spyrji sig hvaða öðrum gögnum hafi mögulega verið sleppt að leggja fram fyrir dóminn.

Útgefandi The Sun, News Group Newspapers, hefur óskað eftir niðurfellingu málsins eftir tilkomu skilaboðanna en lögmaður Depps segir þau hins vegar hvorki sanna að hann hafi neytt eiturlyfja né að hann hafi beitt ofbeldi. Dómarinn í málinu á eftir að ákveða hvort honum þyki efni til að láta málið niður falla.

Ef málið verður ekki látið niður falla mun fyrrum eiginkona Depp, Vanessa Paradis, og fyrrum kærasta hans, Winona Ryder, bera vitni en þær styðja báðar við bakið á Depp og hvorug segist hannast við það að hann sé ofbeldisfullur.

Með aðstoðarmanni sínum: Leikarinn ásamt Nathan Holmes.

Gleðipillur og hvítt efni: Það fer ekki á milli mála hvað leikarinn er að biðja aðstoðarmann sinn um.

Kannast ekki við ofbeldishegðun: Winona Ryder og Johnny Depp áttu í ástarsambandi á tíunda áratug síðustu aldar.

Góður maður og góður faðir: Paradis og Depp eiga saman tvö börn og hún ber honum vel söguna.

Stormasamt samband. Leikkonan Amber Heard hefur 14 sinnum lagt fram ásakanir um ofbeldi á hendur Depp.

Laufléttur: Í hlutverki sjóræningjans Jack Sparrow.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Njóta ásta fyrir framan fimm mánaða gamalt barn sitt

Njóta ásta fyrir framan fimm mánaða gamalt barn sitt
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell þakkar hjúkrunarfræðingum og læknum: „Sumt af því yndislegasta fólk sem ég hef hitt“

Simon Cowell þakkar hjúkrunarfræðingum og læknum: „Sumt af því yndislegasta fólk sem ég hef hitt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.