fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Bleikt

Segist stunda kynlíf með draug

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Rich Juzwiak sér um að svara lesendaspurningum hjá Slate er varða kynlíf. Í dag birti hann svar sitt við ansi óvenjulegri spurningu frá einstaklingi sem notaði nafnið BooBoo. Sá sem sendi bréfið til Slate sagðist óttast að vinkona sín héldi að hún væri að stunda kynlíf með draug, manni sem hafi búið í sömu íbúð og vinkonan fyrir hundrað árum. Bréfið er eftirfarandi:

„Ég óttast að vinkona mín haldi í alvöru að hún sé að stunda kynlíf með draug í sóttkví. Við fórum saman í háskóla , en höfum nú búið í sitthvorum landshlutanum í næstum því áratug. Ég er í sóttkví með maka mínum; hún er ein í sóttkví. Við búum báðar í borgum sem hafa verið lokaðar síðan í mars. Við höfum alltaf verið náin, en við höfum verið einstaklega dugleg að tala saman undanfarið, þar sem að hún býr langt frá fjölskyldu sinni og á ekki marga nána vini vegna mikils vinnuálags. Í samtali okkar sem átti sér stað í apríl eða maí minntist hún á að hún hafi verið að fróa sér á meðan hún hugsaði um mann sem bjó í íbúðinni hennar á þriðja áratug seinustu aldar. Ég var viss um að þetta væri einhver fantasía og við hlógum að þessu. Í næstu samtölum fór hún að tala um manninn sem John, hún fór að ræða hann í samanburði við maka minn eins og: John sagði þetta, John gerði hitt, John er að eiga slæman dag. Þar sem að borgin hennar fer aftur að opna smám saman, minnist hún á að hún gæti hugsanlega farið að hitta fyrrverandi kynlífsfélaga, en sagðist skelkuð um að John yrði afbrýðisamur. Hún minntist síðan á John á samfélagsmiðlum án nokkurra skýringa og sameiginlegur vinur okkar spurði mig hvort hún væri farin að deita einhvern. Við tölum saman í gegnum símann, þannig að það getur verið erfitt að átta sig á því hvað hún meinar þegar þegar hún minnist á John. Á þessum tímapunkti veit ég þó jafn mikið um John og ég myndi vita um alvöru mann sem hún væri að hitta. Ég veit ekki hvort þetta sé skaðlaust, eða hvort ég ætti að tala við hana um þetta. Hvað finnst þér?“

Rich Juzwiak er með getgátu um hvað sé í gangi hjá vinkonu BooBoo. Honum grunar að hún sé búin að vera að nota skynörvandi lyf. Hann segir að það væri sniðugt að spyrja vinkonuna hvort henni sé alvara. Þá grínast hann með að hún gæti verið á barmi þess að eiga þátt í risastórri vísindalegri uppgötvun.

„Ef einhver myndi segjast vera að sofa hjá draug, þá er ég viss um að ég myndi spyrja „er þér alvara?“ Þú virðist þó vera meira nærgætin en ég, en ég myndi samt spyrja. Annaðhvort áttar hún sig á því hversu fáránlegt þetta er allt saman, eða hún gerir það ekki, ef hið seinna er rétt þá er sniðugt að hafa áhyggjur… örugglega.

Ég segi „örugglega“ því að ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það sem ekki er hægt að sanna með vísindalegum hætti hlýtur að vera ósatt, sem í þessu tilfelli eru draugar. Ef þeir væru raunverulegir þá væri komin einhverskonar sönnun fyrir því. Bara í þessari viku byrjaði ég að lesa bók Michael Pollan, How to Change Your Mind. Hún fjallar þó ekki um drauga (ef eitthvað er þá er hún mjög and-yfirnáttúruleg), heldur um möguleika skynörvandi lyfja.“

Þá fer Juzwiak að vitna í hugmyndir Pollan um að hugur mannsins geymi enn þá mikla leyndardóma sem að vanafastir vísindamenn gætu átt erfitt með að leysa. Og þá spyr hann hvort að vinkonan gæti mögulega verið að nota skynörvandi lyf.

„Ég er ekki að segja að hún sé í raun og veru að fá heimsóknir frá draug. Ég trúi ekki á þá, en mögulega opnari fyrir nýjum hugmyndum en áður. Ég hef ekki farið í íbúðina hennar. Ég held að samtal um þessar furðulegu staðhæfingar sé sniðugt. Ef hún er alveg viss um að hún sé ekki veruleikafirrt, þá skaltu biðja hana um sönnun. Hefur John gefið henni gjafir, ljósmyndir, eða bara eitthvað. Svoleiðis verkefni gæti varpað ljósi á fáránleikann í því sem hún segir. Kannski mun hún síðan bara sanna fyrir þér að hún eigi í sambandi við draug. Þú gætir verið nálægt því að gera uppgötvun aldarinnar. (örugglega… ekki.)“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.