fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Bleikt

Áratuga langri fýlu Mickey Rourke ætlar aldrei að linna

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 26. júlí 2020 11:00

Fjandvinir: 33 ára gömul leiðindi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hey Robert De Niro, já ég er að tala við þig stóra grenjuskjóðan þín!“ Svona hefst nýleg Instagramfærsla Mickey Rourke þar sem hann lætur Robert De Niro heyra það. Nei, Mickey var ekki að klára tólf ára bekk, hann er 67 ára og hefur eldað grátt silfur við kollega sinn í 33 ár. Þetta hófst allt árið 1987 þegar þeir kappar léku saman í kvikmyndinni Angel Heart. Á þeim tíma leit Mickey upp til Roberts sem hann segir hafa hunsað sig við tökur með því að biðja hann að yrða ekki á sig undir því yfirskini að þannig héldust þeir í karakter. „Það særði mig smá því ég leit upp til hans,“ var haft eftir Mickey á sínum tíma. „Ég lít ekki lengur upp til hans. Ég lít í gegnum hann.“

Þetta byrjaði allt árið 1987.

Instagramfærslan snýst um aðra mynd, The Irishman, en Mickey vill meina að Robert sé ástæða þess að hann fékk ekki hlutverk í henni. Hann segir að leikstjórinn Martin Scorsese hafi viljað fá hann í myndina en umboðsmanni hans hafi svo verið tjáð að Robert neitaði að leika með honum í myndinni og hann því misst af hlutverkinu. Þetta kannast Robert ekki við og í yfirlýsingu frá fulltrúa hans kemur fram að Mickey hafi aldrei komið til greina í hlutverkið. Yfirlýsingin sem rataði í dagblöðin á sínum tíma rataði nýverið fyrir augu Mickey sem brást ókvæða við yfir að vera sakaður um lygi og hnoðaði í færslu:

„Hey Robert De Niro, já ég er að tala við þig stóra grenjuskjóðan þín. Vinur minn sagði mér að þú hefðir látið hafa eftir þér í dagblaði að ég væri rugludallur og lygari. Hlustaðu nú herra harðjaxl í kvikmyndum, þú ert fyrsta manneskjan sem hefur kallað mig lygara og það í dagblaði. Ég skal segja þér það að þegar ég hitti þig ræfillinn þinn sver ég til guðs, ömmu, bræðra minna og hundanna minna að ég mun gera þig 100% að fífli.“

Engin viðbrögð hafa borist frá herbúðum Robert De Niro við þessu nýjasta útspili.

Hefur munað fífil sinn fegurri: Mickey Rourke í gönguferð með einn af hundunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.