fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Bleikt

George prins á afmæli – sjö ára í dag

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 19:18

Dýravinur: 3 ára að leika við hundinn Lupo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georg Alexander Lúðvík, frumburður Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, er sjö ára í dag og líkt og hefðir gera ráð fyrir voru birtar glænýjar myndir af afmælisbarninu í tilefni dagsins. Að vanda var það hertogaynjan móðir hans sem tók myndirnar af skælbrosandi prinsinum sem teknar voru við heimili þeirra, Anmer Hall, í Norfolk. Þær voru svo birtar á Instagram síðu Kensington hallar.

Brosmildur afmælisstrákur: Sjö ára prins

George litli er sá þriðji í erfðaröð bresku krúnunnar en hann á tvö yngri systikini; Charlotte Elizabeth Diane sem er fimm ára og Louis Arthur Charles sem er tveggja ára. Líkt og yngri systkini Gogga sem eru eru fædd í maí og apríl missir hann af því að klukkunum í Westminster Abbey sé hringt eins og hefð gerir ráð fyrir á afmælisdegi konungsborinna því klaustrinu er lokað fram í ágúst sökum Covid -19.

Fitjar upp á nefið: Skylduverkin eru misskemmtileg

Fjölskyldan hefur gjarnan fagnað afmæli Georgs á Mustique eyju í Karíbahafi en heimsfaraldurinn setur strik í ferðareikning fjölskyldunnar svo prinsinn heldur eflaust til á heimili fjölskyldunnar í Norfolk á afmælisdaginn.

Skottast: Á pólóleik ásamt fjölskyldunni síðasta sumar

Goggi litli er glaðlyndur strákur og hann hefur nóg að sýsla á heimilinu. Hann er mikið fyrir náttúruna, sinnir garðyrkju og veiðir kóngulær ásamt systkinum sínum.

Sætur koss: George smellir einum á nýfædda Charlotte

Sá stutti á mörg áhugamál og auk grænna fingra er hann í gítarkennslu, lærir að dansa, fer á hestbak og spilar tennis en hann er svo lánsamur að hafa fengið að spila gegn uppáhalds tennisleikaranum sínum, Roger Federer.

Hitti Obama: George litli fékk að hitta Obama í Kensington höll 2016

Uppáhaldsmatur Georgs er pítsa og ostapasta og eftirlætis kvikmyndin hans er Lion King. Það hljómar sem fínasta uppskrift að góðum afmælisdegi fyrir sjö ára.

Jólaálfur: Jólamynd 2014

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Fyrstu tónleikarnir með samskiptafjarlægð munu fara fram á Bretlandi

Fyrstu tónleikarnir með samskiptafjarlægð munu fara fram á Bretlandi
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða

Kylie Jenner afhjúpuð af TikTok-stjörnu – Sjáðu hvernig hún lítur út án fegrunaraðgerða
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar

Svaðalegustu hneyksli bresku konungsfjölskyldunnar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.