fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Bleikt

Íslenskar konur deila brúnkukremssögum – Háglans glimmerbrjóst, grænir líkamar og hvítar slefrákir

Unnur Regína
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV birti í gær grein um Íslenskar konur sem lennt hafa kómískum vandræðum með brúnkukrem. Í dag bárust blaðamanni fleiri sögur sem eru of góðar til að deila ekki með þjóðinni.

„Kast! Erum að flytja um mánaðamótin og nú er bara að borða út úr skápum og nota það sem til er. Ákvað að fríska upp á mig með brúnkuspreyi sem ég hef átt mjög lengi. Ég gáði ekki að mér og þegar ég opnaði augun var ég mosagræn á lit. Spreyjaði þá í vaskinn og jú jú, löngu útrunnið kremið og sjóveikisgrænt á lit,“ Rifjar Friðrika Kr. Stefánsdóttir upp og það er stutt í hláturinn.

 

Háglans glimmerbrjóst 

„Ég greip einu sinni Dove Body lotion út í búð án þess að lesa mikið utan á túpuna. Var að fara út um kvöldið og makaði hressilega á mig og extra vel á barminn þar sem ég ætlaði að vera í flegnum kjól. Um kvöldið fór svo vinkona mín að benda mér á að það væri eitthvað skrýtið í gangi hjá mér og af hverju ég væri með glimmer á brjóstunum. Ég hafði þá óvart keypt eitthvað krem með brúnkuefni OG glimmer. Þannig ég var með mjög mislit, háglans glimmer brjóst þetta kvöld.“ Segir Úlfhildur Örnólfsdóttir aðspurð um hennar helsta brúnkukremsslys.

 

Linda Steinarsdóttir átti ekki sitt besta augnablik í lífinu á þessari mynd. Að nota gamalt brúnkukrem er ekki gott plan – ekki nema að grænt sé á uppleið.


Linda Steinarsdóttir

 

„Fyrsta brúnkukremið sem ég prófaði var frá Herbalife fyrir 22 árum síðan. Hefði ég vitað hver Donald Trump var á þeim tíma, þá hefði ég farið fram á DNA-próf. Vægast sagt hræðilegt,“ segir  Jónína Guðrún Thorarensen.

 

Helga Brynja Árnadóttir ætlaði ekki kríthvít í hálskirtlatöku. Vandinn var bara sá að hún náði ekki alveg að halda slefinu uppi í sér.


Mynd: Helga Brynja Árnadóttir

 

Snarflekkótt en hösslaði tilvonandi eiginmann 

Dagný Hulda Valbergsdóttir á skrautlega sögu af brúnkukremi. „Fyrir 10 árum var ég að jafna mig eftir að hafa verið veik með streptókokka. Ég hafði ekki haft orku í að gera neitt í marga daga og orðin vel leið á rólegheitunum. Síðasta daginn í veikindafríi fann ég nokkra brúnkuklúta sem ég hafði keypt mér í tilraunaskyni en hafði aldrei þorað að prófa. Ég sló til. Seinna um kvöldið hringdi vinkona mín og sagði að það væri neyðarástand. Það var karlakvöld í framhaldsskólanum okkar og hún í miðasölunni og vantaði hjálp. Ég orðin þreytt á inniverunni sagðist koma. Þegar ég sat þarna í afgreiðslunni , berleggja í pilsi og hlýrabol sá ég húðina og höndum og fótum mér dökkna hægt og rólega. Svona á nokkrum stöðum allavega. Ekki skánaði það þegar einn kom til mín og sagði að stelpurnar sem áttu að mæta hefðu flestar beilað og nú vantaði stelpu til að bera pizzu fram til strákanna.  Ég fór því fram, flekkótt eins og gíraffi, og eyddi þarna heilu kvöldi frammi með strákunum. Ég endaði svo á því að dansa upp á sviði og einhver strákur var að reyna við mig en var þó nógu kurteis til að minnast ekki á brúnkuflekkina. Við erum svo gift í dag. Svo ég vil meina að þetta gíraffa-look hafi verið mitt helst gæfuspor í lífinu“

 

Emelía Sif Sævarsdóttir smellti á sig brúnku og lagðist svo til svefns, í engum náttfötum.


Mynd: Emelía Sif Sævarsdóttir

 

„Ætli mitt slys hafi ekki verið í kringum árið 2005. Ég var að fara í mitt fyrsta brúðkaup og mig langaði til að vera skvísa (15 ára gömul). Ég hafði heyrt um svokallaða brúnkuklúta og keypti nokkra pakka. Brúðkaupið var á laugardagskvöldi og ég ákvað að bera á mig eftir hádegi á laugardegi. Ég hélt að brúnkan ætti að koma á innan við klukkutíma en ekkert gerðist og ég prófaði annan klút. Enn var ekkert að gerast og ég þurfti að fara hafa mig til og hugsaði að þetta væri nú bara peningasóun. Ákvað þá að setja á mig gott meika og skvísa mig upp. Þegar veislan var í fullum gír þá skelli ég mér á klósettið og guð minn almáttugur það sem blasti við mér í speglinum, “ segir Margrét Smáradóttir

 

Sandra Björk Steinarsdóttir bar á sig brúnkukrem og fór svo að sofa. Hún á það til að slefa í svefni og endaði með þennan líka settlega slefblett í andlitinu.


Mynd: Sandra Björk Steinarsdóttir

 

„Mér fannst bara allt eðlilegt við að hafa BARA andlitið á mér svona. Sjáið litamuninn á mér og bróður mínum. Þarna er ég svona 18/19 ára,“  segir Hrafnhildur Blómkvist


Mynd: Hrafnhildur Blómkvist

Alma Rún Pálmadóttir þekkir slefdramað. “Ég var að fara á árshátíð þegar ég var í framhaldsskóla. Skellti mér í brúnkuklefa og ætlaði að vera svaka pæja. Kom heim og átti að taka því rólega og láta þetta þorna. Ég lagðist bara í sófann og sofnaði. Á meðan ég sveif um í draumalandi hafði ég slefað svona líka hressilega sem endaði með góðum skjanna hvítum blett niður alla kinnina á mér. Mér til mikillar gleði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir

Læknar ætluðu ekki að endurlífga börnin hennar – Ótrúlegar myndir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“

„Eiginmaður minn neitar að sofa hjá mér – hann segir að við séum of feit“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Ashley Graham sýnir slitförin eftir meðgönguna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.