fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Dina Lohan trúlofuð manni sem hún hefur aldrei hitt – „Við hittumst áður, við erum engin viðrini“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 21:00

Mæðgurnar: Dina og Lindsay Lohan sem verður brúðarmær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dina Lohan, móðir leikkonunnar Lindsay Lohan, er trúlofuð Jesse nokkrum Nadler sem hún hefur átt í netsambandi við síðustu sex árin.

Í fyrra slitnaði reyndar upp úr sambandinu en þau tóku saman aftur og hyggjast nú ganga í hjónaband. Þessar fréttir tilkynnti Dina í hlaðvarpsþætti Listen to me, The OG MAMA D! sem hún stjórnar ásamt þáttastjórnandanum og raunveruleikastjörnunni Chanel Omari.

Dina sem á alls fjögur börn vill að þau Lindsay, Ali, Cody og Michael taki öll þátt í athöfnunni. Hún vill að synirnir fylgi henni upp að altarinu og að dæturnar verði brúðarmeyjar.

Þó svo að einskonar sýndarveruleikasamband sé að ræða segist Dina þess fullviss að það verði neistaflug í svefnherberginu. Það skrifar hún á vinskapinn sem hún segir þau hafa öðlast.

Jesse og Dina: Hafa aldrei hist

„Við urðum ákaflega góðir vinir og ég kynntist honum og hugsunum hans. Við erum bestu vinir og kynlifið verður enn betra. Það er bókað mál. Ég bara veit það,“ segir Dina sem ætlar þó að hitta Jesse fyrir brúðkaupið.

„Við hittumst áður, við erum engin viðrini. Ég þekki hann og hann þekkir mig. Það eru engin leyndarmál á milli okkar og ég elska hann fyrir það.“ Dina var áður gift barnsföður sínum Michael Lohan en þau skildu árið 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.