fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Tók mynd af Depp áfengisdauðum til að sýna honum hvað hann væri aumkunarverður

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 13. júlí 2020 16:18

Johnny Depp og Amber Heard.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld í máli leikarans Johnny Depp gegn fjölmiðlinum The Sun halda áfram.  The Sun fullyrti í fréttaflutningi sínum að Depp væri ofbeldismaður og höfðaði Depp þetta meiðyrðamál til að hreinsa mannorð sitt. Fyrir dómi er því reynt að leiða í ljós hvort að ásakanir um ofbeldi Depp gegn fyrrum eiginkonu sinni, Amber Heard, eigi við rök að styðjast.

Fyrir dómi var í dag lögð fram mynd sem sýnir Depp liggja áfengisdauðan og hefur hann hvolft yfir sig íláti af ís. Heard mun hafa tekið myndina til að sýna Depp hversu „aumkunarverður“ hann væri orðinn.

Depp hélt því fram að þessi tiltekna mynd hafi verið tekin þegar hann var nýkominn úr löngu flugi.

„Ég var að undirbúa mig undir ferð til Bahamas þar sem ég ætlaði í afeitrun við ópíóðum og þarna hafði ég verið að vinna 17 klukkustunda vinnudaga. Hún bað mig um að halda á ísnum sínum. Ég var með hægri hönd í vasanum og ísinn í hinni. Ég var greinilega örmagnaður og mjög þreyttur, við það að sofna og ísinn sullaðist yfir mig fótinn á mér. Þá tók hún þessa mynd og sýndi mér daginn eftir og sagði „Sjáðu hvernig þú ert orðinn, sjáðu þig, aumkunarvert.“

Hér má sjá myndina :

Heard hefur meðal annars sakað leikarann um að hafa ráðist á hana með ofbeldi og formælingum á 30 ára afmæli hennar, og hent í hana kampavínsflösku. Hafi hann ítrekað dregið hana á hárinu og lagt á hana hendur.

Depp heldur því aftur á móti fram að það hafi verið Heard sem hafi beitt ofbeldi í sambandinu og hafi hún að jafnaði átt frumkvæðið að öllum þeirra rifrildum.

Reiknað er með að réttarhöldin taki allt að þrjár vikur áður en málið verður lagt í dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Endar Murk-Krissi á Bessastöðum?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.